Aðalfundur SKAUST 2024
Fundur settur 25.5.2024 19:12. Mættir 16.
Formaður bíður fólk velkomið á aðalfund Skotfélag austurlands.
Ritari: Ríkharður Þór Rögnvaldsson
Fundarstjóri: Þórhallur Borgarson
Fyrsta skref fundar var að fá athugasemdir við fundarboð aðalfundar. Engar athugasemdir bárust og því er fundurinn talinn vera löglegur.
Fyrsta mál á dagskrá: Skýrsla stjórnar
Ágæti fundarstjóri og fundarmenn.
Starfsemi stjórnar var með svipuðu sniði og síðastliðin ár (frekar fábrotin ), en haldnir voru 5 stjórnarfundir á árinu.
Starfsemi félagsins sem er borin uppi af kraftmiklum félagsmönnum var lífleg sem endranær. Mótadagskrá félagsins var þétt skipuð yfir sumarið eða frá byrjun maí fram í september. Haglabyssuvellinum var haldið opnum af þremur félögum frá júní út ágúst. Haraldur fer svo fyrir skipulögðum æfingum í bogfiminni allt árið ásamt því að sópa að sér titlum.
Lögregluembættið á austurlandi leigir svæðið til æfinga vor og haust.
Skotpróf fyrir hreindýraveiðar skipa stóran þátt í starfseminni en tekin voru alls 154 próf á svæðinu.
Stöðugt bætast nýir meðlimir í félagið en jafnframt detta alltaf einhverjir út. Skráðir félagar eru í dag 365, af þeim greiddu 291 manns félagsgjöld á móti 287 árið á undan.
Á síðasta aðalfundi sem haldinn þann 28. apríl voru eftirtaldir félagsmenn kosnir í stjórn, Adam:
Stjórn:
Þorsteinn B. Ragnarsson Formaður
Ísleifur Guðmundsson Varaformaður
Ríkharður Þór Rögnvaldsson Gjaldkeri
Arnar Jón Óskarsson Ritari
Haraldur Gústafsson Meðstjórnandi
Varamenn:
Sigurgeir Hrafnkelsson
Riffilnefn skipa:
Hjalti Stefánsson, formaður
Dagbjartur Jónsson
Haraldur Gústafsson
Jón Magnús Eyþórsson
Ingvar Ísfeld Kristinsson
Jónas Hafþór Jónsson
Haglabyssunefnd skipa:
Poul Jepsen, formaður
Sveinbjörn V. Jóhannsson
Haraldur Gústafsson
Félagsgjöld:
Samkvæmt 10. gr. laga félagsins skal ákveða upphæð félagsgjalds á aðalfundi. Félagsgjöldin hafa verið 7000 kr. Og leggur stjórnin til að þau haldist óbreytt í ár.
Starfssemi stjórnar:
Haldnir voru 5 bókaðir stjórnarfundir á árinu auk Aðalfundar
Endurnýjun leyfismála
Keyptur var bjálkakofi
Vegrið og hlið sett á brúnna
Starfsemi riffilnefndar.
Mótanefnd hefur haldið viðteknum hætti hvað varðar fjölbreytta metnaðarfulla mótaröð. Haldin voru 10 riffilmót og 1 skammbyssumót
Mótin voru mjög vel heppnuð og sótt af skotáhugamönnum víðsvegar um landið.
Þar ber helst að nefna Íslandsmeistarmót í grúppum sem haldið var í júlí sem Hjalti okkar skipulagði og hafði yfirumsjón með.
Eins má nefna fyrsta PRS mót sem haldið hefur verið á austurlandi. Mótið var hluti af mótaröð sem PRS Ísland heldur víðsvegar um land og þótti heppnast afar vel.
Riffill:
11. maí Skammbyssumót
14. maí 500 m skor
18. maí 300 m grúppa
3. júní Rimfire BR
24. júní PRS .22
1-2. júlí Íslandsmeistaramót grúppum
13. júlí 500 m skor
22-23. júlí PRS Ísland
5. ágúst PRS .22
26. ágúst S class 300/500m
9. september 500m skor
Starfsemi haglabyssunefndar:
Ísleifur sá um að halda haglabyssusvæðinu opnu ásamt tveimur aðstoðarmönnum. Aðsókn var misgóð og spurning hvernig haldið verður á spöðunum með opnanir á þessu ári.
Starfsemi og afrek bogfimideildar
7 manns æfa að staðaldri núna.
Félögum gekk vel í keppnum á þessu ári hingað til en þar má nefna:
1 silfur og 3 brons á Íslandsmóti ungmenna þar sem yngsti keppandi frá okkur 10 ára sendum
Daníel Baldurs varð í 5 sæti í liðakeppni og 17 sæti í einstaklingskeppni með trissuboga á EM u21 innandyra í Króatíu.
Haraldur endaði í 7 sæti í liðakeppni 17 sæti í einstaklingskeppni í opnum flokki með sveigboga á EM króatiu bæði hæstu sæti sem Ísland hefur náð í sveigboga á EM.
Síðasta ár var hann svo íslandsmeistari karla í ólympískum sveigboga innanhúss, íslandsmeistari innanhúss óháð kyni og íslandsmeistari karla utanhúss opnum flokki og 50+
Haraldur var valinn sveigboga maður ársins 2023, bogfimimaður ársins 2023 hjá ÍSÍ
Þórir Freyr og Daníel Baldurs unnu samtals 3 brons á NUM eða norðurlandameistaramóti ungmenna í Noregi 2023.
Fjármál:
Fjárhagur félagsins er í góðum horfum eins og sjá má á ársreikningi sem kynntur verður hér á eftir.
Athugasemdir um skýrslustjórnar:
Hliðið að brúnni hefur verið skilið eftir opið og það þarf að ítreka við meðlimi að loka á eftir sér.
Það vantar upp á að veiðiþema mótin eins og Hreindýrið, Refurinn og Gæsin er ekki á dagskrá. Einnig er áhyggjuefni að BR50 sé frestað í ár.
Spurt er úr sal hvort við séum hluti að ÍSÍ / UÍA, sem að Skaust er.
Skýrsla stjórnar: Samþykkt samhljóða
Annað mál á dagskrá: Ársreikningur Skaust 2023
Athugsemdir um ársreikning 2023:
Spurt er út í ógreiddar skuldir/tekjur sem tekið er fram á ársreikningi og óskað eftir nánari lýsingu,
Óinnheimtar tekjur - Seðlar af tekjum svæðis sem ekki bárust fyrir lok árs inn á bankareikning.
Ógreiddar skuldir - Rekstur haglabyssuvallar og viðburður sem haldinn var á svæðinu.
Athugasemdir gerðar við háa sjóðstöðu félgasins.
Posaleiga - Rekstur posa er mjög hár og er nefnt að það þurfi að skoða aðrar lausnir.
Ársreikningur: Samþykkt samhljóða
Þriðja mál á dagskrá: Kosning stjórnar, nefnda og 2 endurskoðenda
Formaður fer yfir lagabreytingu sem gerð var í fyrra og núverandi stjórn. Arnar jón hefur óskað eftir því að fara út úr stjórn, aðrir eru tilbúnir til að halda áfram. Steingrímur Randver gefur kost á sér í stjórn. Enginn annar gefur kost á sér í stjórn
Kosning stjórnar: Samhljóða kosning
Þorsteinn (steini) er kosinn formaður en þess þurfti ekki. Því hann var kosinn formaður síðan síðast til tveggja ára.
Óskað er eftir tilnefningum í 2 varamenn.
Ásmundur Hafþór Þórarinsson
Sigurgeir Hrafnkelsson
Kosning Varamanna: Samhljóða kosning
Óskað er eftir tilnefningu í stöðu félagslegra endurskoðenda:
Sigurður Álfgeir Sigurðarson
Þórhallur Borgarson
Kosning félagslegra endurskoðenda: Samhljóða kosning
Fjórða mál á dagskrá: Ákveða ársgjald Skaust 2024
Upphæð árgjaldsins – Tillaga stjórnar er að halda því óbreytt í 7000.kr. Út úr sal barst tillaga í hækkun í 10.000kr
Kosning 10.000kr: x7
Kosning 7.000kr: x7
Ársgjald helst óbreytt þar sem ekki var hreinn meirihluti fyrir hækkun.
Fimmta mál á dagskrá: Umræða um önnur mál
Áhyggjur af lítilli þátttöku í félagsstarfinu. Ekki hægt að stóla á að sömu menn séu í endalausri sjálfboðavinnu, hvernig getum við sem félag brugðist við þessu?
Vera með meira aðlagandi verðlaun á mótum
Áhyggjur af framkvæmdarleysi á svæðinu
Áhyggjur af hárri sjóðstöðu í félaginu benda til þess að hægt sé að setja mun meiri kraft í framkvæmdir/uppbyggingu á svæðinu.
Óskað eftir því að skoða möguleikann á að fá heimtaug á svæðið í samvinnu með Start
Það var skoðað en þegar Start ákvað að gera það ekki var ákveðið að Skaust myndi ekki skoða þetta frekar og stóla á sólarsellur/vindmillur.
Óskað eftir því að fá plexigler glugga fyrir riffilhúsið í stað tréhleranna varpað fram, var samþykkt á sínum tíma en ekkert verið gert.
Klósett aðstaða í félagshúsi er ekki í lagi, tengja gashitara til að fá heitt vatn.
Vegamál ofarlega í huga félagsmanna
Stjórn fær það verk að laga veginn og koma með framtíðarlausn á vegamálum.
Þórhallur og Nonni fá það hlutverk að fara yfir lög Skaust og leggja fram tillögur að breytingum.
Villibráðakvöld Skaust hefur ekki verið haldið í nokkur ár, mikill áhugi á því að tryggja að það verður haldið í ár
Steingrími Randver og Ásmundur fá það verk að skipuleggja kvöldið.
Áhugi að halda Sportingmeistaramót í ár sem hefur ekki verið í nokkur ár.
Rikki tekur að sér að koma mótinu í dagskrá.
Áhugi á að tryggja að 50BR verður á dagskrá í ár
Rikki og Palli tryggja að mótið verður haldið.
Rætt var um umgengni og aðgangstýringu á svæðinu. Óskað var eftir að skoða myndavélakerfi upp á svæði, Persónuverndarlög eru gríðarlega flókin í kringum myndavélakerfi og það þyrfti að gera mjög vandaða vinnu.
Stjórn falið að skoða aðgangsstýringu á svæði.
Æfingargjöld á svæði fyrir aðila sem eru ekki í Skaust
Stjórn falið að skoða gjaldtöku á svæðinu fyrir utanaðkomandi.
Vilji til að fá veðurmyndavél á svæðið ásamt veðurstöð.
Fundi slitið.
Fellabær - 25.5.2024