SKOTPRÓF FYRIR HREINDÝRAVEIÐAR
Skotfélag Austurlands - SKAUST framkvæmir skotpróf fyrir þá sem fara til hreindýraveiða.
Dómarar eru að miða við að prófa á mánudögum og miðvikudögum frá 17:00 og svo eftir samkomulagi.
Best er að hafa samband við prófdómara eftir kl 17:00 í símum:
Haraldur Gústafsson, 857-6689
Baldur R. Jóhannsson, 662-4654
Kristján H. Jónsson, 843-7944
Ísleifur Guðmundsson, 849-1314
Hjörtur Magnason, 855-4850
Sigurgeir Hrafnkelsson, 892-2022
Prófdómarar verða svo í sambandi og finna tíma sem hentar báðum aðillum.
Hægt er að greiða á staðnum með korti.
En einnig má millifæra prófgjaldið Kr. 4500 - á reikning SKAUST með skýringunni Skotpróf 2024, skotprófi skal þá framvísa kvittun til prófdómara.
Kt. 500395-2739
Rkn. 0305-26-000243
Það skal tekið fram að greiða þarf fyrir skotprófið áður en það er tekið. Vinsamlegast framvísið lánsheimild skotvopns eigi það við.
Nauðsynlegt er að æfa sig fyrir skotprófið og gott er að kynna sér framkvæmd prófsins. Svo er bara um að gera að taka lífinu með ró og gera sitt besta. Það er gott að prenta út Skjal með æfingaskífunni (PDF 104 KB) og prófa að skjóta á hana á 100 metrum.