GÆS
Mótið er opið öllum, sem geta komið með riffil, 10 skot og góða skapið.
Skotið verður 10 skotum á gæsaeftirlíkingar og spjöld á færum frá 50-300 metrum 1 skot á mynd samtals 10 skot.
Benchrest rifflar ekki leyfðir.
Allt skotið liggjandi, tvífótur leyfður og „veiðistuðningur“ að aftan, þ.e úlpa, vettlingar, sjónauki, steinn. EKKI sandpoki.
Aðeins eru rifflar sem EKKI ná leyfilegri stærð á hreindýraveiðar leyfðir, ss 222, 22-50, 223. Rifflar með hlaupvídd undir 6 mm. Kúluþyngd skal ekki vera meiri en 6,5 g (100 grains)
Hámarksstækkun á sjónauka er 16x.
Hámarkstími er 15 mín.
Færin verða gefin upp á staðnum.
Ekki má nota rest, hvorki að framan eða aftan.
Enginn æfingarskot eru leyfð á mótsdag, veiðimenn verða búnir að æfa sig fyrir mótsdag, þó ekki á lifandi gæsum!!
Gefin eru stig fyrir hittni. 5, 8, 12 stig, þar sem hægt er að velja milli þess að hausskjóta (12), hálsskjóta (8) eða búkskjóta (5).
Nóg er að kúlugatið snerti mynd til þess að það telji sem hitt (dómnefnd sker úr um vafaatriði).
Ef kúlan snertir línuna sem liggur á milli stigasvæða þá gildir hærra skorið.
Muzzle-break (Hlaupbremsa) er EKKI HEIMIL.