100-300 metra
Skotið er krjúpandi á 100 metra mörkin og enginn aukabúnaður leyfður.
Á 300 metrunum er skotið af borði og allur aukabúnaður leyfður.
10 skot á hvert færi og 15 mín á hvert færi, samanlögð stig telja og skotið verður á skammbyssuskífur
Keppendur eru eindregið hvattir til að kynna sér öryggisreglur SKAUST á heimasíðunni áður en þeir mæta á mót.