HREINN
1.Einungis er heimilt að nota hreindýrakalíber og lámark 100 gn kúlu. Úr reglugerð um stjórnun hreindýraveiða: „Til veiða á hreindýrum má einungis nota riffla með hlaupvídd 6 mm eða meira. Kúluþyngd skal ekki vera minni en 6,5 g (100 grains) og slagkraftur ekki minni en 180 kgm (1300 pundfet) á 200 metra færi. Veiðikúlur skulu vera gerðar til veiða á stærri dýrum, þ.e. þenjast hæfilega út í veiðibráð. Óheimilt er að nota sjálfvirka eða hálfsjálfvirka riffla við hreindýraveiðar.“ (Kúluhamar og vog verða á staðnum.)
2.Skotið verður 10 skotum á mismunandi löngum færum sem gefin verða upp á staðnum á skuggamynd af framhluta á hreindýri.
3.Skotið verður tveimur skotum fríhendis standandi.
4.Öðrum skotum verður skotið af borði og verða tvífætur leyfðir en engin annar stuðningur leyfður.
5.Allar tegundir riffilsjónauka eru leyfðar.
6.Tímamörk verða 2 mín á fyrstu tvö fríhendisskotin og 8 mín á hin átta skotin.
7.Gefin verða 10 stig fyrir skot sem hittir lunga næst hjarta, 8 stig fyrir lunga fjær hjarta, 7 stig fyrir skot sem hittir hjarta og 3 stig fyrir skot sem hæfir dýr þ.e.a.s. það sem er á blaðinu.
8.Engin æfingaskot verða leyfð að morgni keppnisdags.