.22 LR
Einungis er leyfilegt að nota .22 Lr og .22Lr short.
Skotið er af borðum á skotskífur.
Ekki er leyfilegt að nota tvífætur og skorður (rest).
Engar takmarkanir eru á sjónaukastækkun.
Skotin verða 3 x 5 skot á 50 metra færi á Hunter Class blöð sem ætluð eru fyrir 100 Yarda. Auk þess má skjóta ótakmarkað á "sigter" hring á hverri skífu sem er í neðra horninu hægra megin merkt S. (Fylgt Varmint for Score reglum).
Tímamörk eru 10 min á fyrstu skífuna og 7 min á hinar tvær.
Skotin verða 2 x 5 skot fríhendis á silhúettur: 2 á 40 metra færi d=54mm 2 á 60 metra færi d=115mm og 1 á 80 metra færi d=165mm. (Sjá mynd)
Tímamörk eru 2 min á 5 skot á silúettur
Hvert skot sem hittir silhúettu gefur 10 stig.
1.umferð: pappír 2.umferð: silúettur 3.umferð: pappír 4.umferð: silúettur 5.umferð: pappír
Aðalatriðið er að mæta með góða skapið, sýna sig og sjá aðra.