REFUR

Mótið er opið öllum, sem geta komið með riffil, 10 skot og góða skapið.

  • Skotið verður 10 skotum á refaeftirlíkingar og spjöld á færum frá 80-400 metrum 1 skot á mynd samtals 10 skot.

  • Allt skotið liggjandi,(ef aðstæður leyfa) tvífótur leyfður og "veiðistuðningur" að aftan, þ.e úlpa, vettlingar, sjónauki, steinn. EKKI sandpoki. Allir rifflar og sjónaukar leyfðir.

  • Hámarkstími er 16 mín.

  • Brautin sem við höfum til umráða er 0-600 metrar. Færin verða gefin upp á staðnum.

  • (SAKO TRG og Tikka T3 Tactical eru taldir með veiðirifflum, enda fjöldinn allur af veiðimönnum sem notar orðið slíka riffla).

  • Ekki má nota rest, hvorki að framan eða aftan.

  • Enginn æfingarskot eru leyfð á mótsdag, tófuveiðimenn eins og aðrir veiðimenn eru búnir að prófa byssurnar sínar áður en haldið er til veiða.

Gefin eru stig fyrir hittni. 3, 5, 10 stig

 

Allt kúlugatið verður að vera innan myndar til þess að það telji sem hitt (dómnefnd sker úr um vafaatriði).

Ef kúlan snertir línuna sem liggur á milli stiga svæða þá gildir hærra skorið svo framarlega sem það snerti ekki svæði minna skorsins. Ekkert stig er gefið fyrir skott eða lappir.

Muzzle-break (Hlaupbremsa) er HEIMIL, menn verða bara að munda eftir heyrnaskjólum eða eyrnatöppum.

Úrskurður dómnefndar er endanlegur og áskilur hún sér rétt til þess að leita álits fagmanna um lögmæti riffla.

 

Previous
Previous

HUNTERCLASS

Next
Next

HUNTER CLASS BENCHREST