SKAUST HAGLAMEISTARINN
Skotnir eru tveir hringir og ræður samanlagður árangur úrslitum.
Í hverjum hring er skotin 1 stök dúfa og svo tvö "dobble" á hverjum palli.
Ef keppendur í efstu þremur sætum eru jafnir að stigum og með sama skor eftir tvo hringi er skotinn bráðabani, fjarki og ás í dobbli.
Skotið er eftir stigajöfnunarreglum.
Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin með sigajöfnun á hverju móti.
Á síðasta mótinu verða veitt verðlaun fyrir það mót sem keppt var í og líka fyrir samanlagðan árangur þriggja móta af sex. Uppi stendur sem sigurvegari SKAUST meistarinn miðað við stigajöfnun.
Til að geta talist sportingmeistari SKAUST þarf keppandinn að vera skráður í félagið.
Keppnisgjald er 2.500kr + skot.
Dómarar eru þáttakendur sjálfir eða valdir dómarar sem munu halda reglum og stigagjöf réttri.
Virða skal ákvarðanir dómara. Vafamál má leggja til endurskoðunar hjá dómurum á velli.
Há byssa er leyfð. (Byssa við öxl)
Skotmaður ræður hvor dúfan er skotin í double. Nema annað sé fyrir fram ákveðið af mótanefnd.
Stoppi byssa vegna skota eða einhverja bilana skal sýna dómara á palli strax hvað sé að og ekki losa skot fyrr en dómari leyfir.
Fara skal eftir reglum félagsins um 28gr. hámarks hleðslu og notkun blýs er óheimil.
Ekki skal trufla aðra keppendur með vítaverðum hætti á meðan þeir er í skotstöðu.
Við alvarleg brot á þessum reglum mun keppandi missa þáttökurétt á því móti sem er í gangi