VORMÓT - HAGLABYSSA

Skotnir eru tveir hringir og ræður samanlagður árangur úrslitum.

  1. Í hverjum hring er skotin 1 stök dúfa og svo tvö "dobble" á hverjum palli.

  2. Ef keppendur í efstu þremur sætum eru jafnir að stigum eftir tvo hringi er skotinn bráðabani. Double á palli 3 úr kastara eitt og fjögur. Endurtekið eins og þörf er á.

  3. Skotið er eftir forgjafarreglum.

Forgjafarreglur:

Þeir sem taka þátt í fyrsta skipti fá forgjöf sem nemur helmingnum af mismuninum á 50 dúfum og á því sem þeir skoruðu. Þó aldrei meira en 15 dúfur.

Dæmi 1:

Skotið er á 50 dúfur.

Þáttakandi hittir 41 dúfu.

Mismunur er 9 dúfur.

Helmingurinn er 4,5 dúfur.

Heildarskor er því 45 dúfur.

Dæmi 2:

Skotið er á 50 dúfur.

Þáttakandi hittir 30 dúfur.

Mismunurinn er 20 dúfur.

Helmingurinn er 10 dúfur.

Heildarskor er því 40 dúfur.

 

Þegar sá frá dæmi 1 mætir í næsta mót og hittir 45 dúfur yrði hans heildarskor 49,5 með forgjöf. Ný forgjöf sem hann tekur með sér í næsta mót yrði 2 dúfur.

Þáttakandi úr dæmi 2 sem hitti 40 dúfur í sínu næsta móti yrði með heildarskor 50 með forgjöf. Ný forgjöf sem hann tekur með sér í næsta mót yrði 5 dúfur.

Séu menn jafnir að stigum eftir að forgjöf hefur verið gefin skal skotinn bráðabani.

Forgjöfina tekur þáttakandi með sér í næsta mót.

ATH. Forgjöf getur aldrei aukist aftur á milli móta.

Keppnisgjald er 1.500kr + skot.

  • Dómarar eru þáttakendur sjálfir eða valdir dómarar sem munu halda reglum og stigagjöf réttri.

  • Virða skal ákvarðanir dómara. Vafamál má leggja til endurskoðunar hjá dómurum á velli.

  • Há byssa er leyfð. (Byssa við öxl)

  • Skotmaður ræður hvor dúfan er skotin í double. Nema annað sé fyrir fram ákveðið af mótanefnd.

  • Gleymi skotmenn öryggi á skotvopni skal endurtaka, en samt aðeins eitt tækifæri gefið í hverjum hring.

  • Stoppi byssa vegna skota eða einhverja bilana skal sýna dómara á palli strax hvað sé að og ekki losa skot fyrr en dómari leyfir.

  • Fara skal eftir reglum félagsins um 28gr. hámarks hleðslu og notkun blýs er óheimil.

  • Ekki skal trufla aðra keppendur með vítaverðum hætti á meðan þeir er í skotstöðu.

  • Við alvarleg brot á þessum reglum mun keppandi missa þáttökurétt á því móti sem er í gangi

Previous
Previous

SKAUST HAGLAMEISTARINN

Next
Next

RIMFIRE BR